„Nú er bara dagurinn runninn upp og það er æðisleg tilfinning,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíður í Reykjavík, sem hefst með pompi og prakt í dag. „Á morgun verður vonandi karnivalstemning í miðborginni,“ segir hún.
Hún segir alla velkomna á hátíðina sem sé kjörið tækifæri til að skemmta sér og lyfta sér upp. Á morgun verða fjölmargir viðburðir. „Við leggjum Austurvöll undir okkur. Þar verða ástralskir götulistamenn og norskar hjólhýsakonur. Og það opna fjölmargar myndlistasýningar, bæði í Reykjavík og utan Reykjavíkur.“
Hátíðin var fyrst haldin árið 1970 og annað hvert ár frá þeim tíma til ársins 2004, en árlega eftir það.
Nánar upplýsingar er að finna á vef Listahátíðar í Reykjavík