Eurovision-keppandi skelkaður

Niels Brinck
Niels Brinck

„Ég var skelkaður en hef það nú fínt,“ sagði danski Eurovision-farinn Niels Brinck við DR eftir síðara undankeppniskvöldið í keppninni í Moskvu í gærkvöldi. Og af hverju var hann svona hræddur? Jú, búið var að kjósa sex Austur-Evrópulönd upp úr hattinum áður en kom að honum. Það voru Aserbaídjan, Króatía, Úkraína, Litháen, Albanía og Moldóva.

Brinck telur að lag hans, Believe Again, vaxi í huga fólks við frekari hlustun.

Úrslitakeppni Eurovision hefst klukkan sjö á laugardagskvöld. En klukkan 16.35 þennan sama dag verður upptaka frá opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Moskvu á sunnudagskvöld sýnd. Þar koma fram gamlar og nýjar Eurovision-stjörnur, meðal annars Carola frá Svíþjóð, Ruslana frá Úkraínu, Dana International sem söng fyrir Ísrael 1998 og Dima Bilan, rússneski söngvarinn sem vann í fyrra og keppti í Aþenu í Grikklandi 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir