Jóhanna Guðrún í 18. sæti

Jóhanna Guðrún í Moskvu.
Jóhanna Guðrún í Moskvu.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni, flytur 18. vinsælasta lagið í keppninni ef marka má könnun vefleitarvélarinnar Google á því hversu oft slegin eru leitarorð um keppendurna.

Jóhanna fær 21 stig en Hadise, fulltrúi Tyrkja, 375 stig.

Norski fulltrúinn, Alexander Rybak, er annar með 351 stig, en Grikkinn Sakis Rouvas þriðji með 264 stig.

Taka ber niðurstöðunum með fyrirvara, en í talningunni er búið að vinsa út fjölda leita hjá þátttökuþjóðunum sjálfum.

Því telur leit Tyrkja, sem eru 234 sinnum fjölmennari en Íslendingar, ekki í talningunni á vinsældum þeirra lags.

Samkvæmt upplýsingum á vef Google gefur hver þjóð frá einu og upp í tólf stig fyrir hvert lag og er stigunum því væntanlega útdeilt í samræmi við vinsældir Íslands í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, þegar stig Svía eru talin með í stigatöflu Google.

Eins og sjá má á töflunni er ekki tekið tillit til þess hvort þjóðirnar komust upp úr undankeppninni fyrir helgi eður ei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar