Jordan sagt upp - aftur

Peter Andre og Katie Price (Jordan)
Peter Andre og Katie Price (Jordan) AP

Umboðs og almannatengslafyrirtækið Can Associates hefur slitið samstarfi sínu við fyrirsætuna Katie Price (Jordan) í kjölfar frétta af því að tónlistarmaðurinn Peter Andre, eiginmaður hennar, hafi sótt um skilnað. Fyrirtækið mun áfram starfa fyrir Andre.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir: „Við höfum unnið fyrir Katie frá því í febrúar árið 2004 og á þeim tím höfum við lagt mikla vinnu í að byggja upp ímynd Katie sem einstaklings sem nýtur velgengni og sem vörumerki. Á þessum tíma hefur hún þróast úr nektarfyrirsætu í eina frambærilegustu kvenstjörnu landsins með nokkrar framleiðsluvörur og vel heppnuð verkefni. Við óskum Katie alls hins besta í framtíðinni.” 

Price hefur lýst því yfir að hún sé niðurbrotin vegna skilnaðarins en hún hitti Andre er þau komu bæði fram í raunveruleikasjónvarpsþættinum „I'm A Celebrity... Get Me Out of Here!” 

Þau giftust árið 2005 og var hún þá klædd umfangsmiklum bleikum kjól og kom til brúðkaupsins í vagni í anda teiknimyndarinnar um Öskubusku.

Hjónin hafa m.a. komið fram í raunveruleikasjónvarpsþáttum þar sem áhorfendur hafa að undanförnu getað fylgst með heiftarlegum rifrildum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir