Nektardansmær í Evróvisjón

Dita von Tease og Oscar á æfingu í Moskvu í …
Dita von Tease og Oscar á æfingu í Moskvu í dag. AP

Þjóðverjar vöktu talverða athygli á æfingu fyrir úrslit Evróvisjón söngvakeppninnar í Moskvu í dag. Þjóðverjar komast beint í úrslitin ásamt Englendingum, Spánverjum, Frökkum og Rússum og því hefur atriði þeirra ekki sést fyrr en nú.

Lag Þjóðverja nefnist Miss Kiss Kiss Bang. Nú hefur bandaríska nektardansmærin nafnkunna Dita von Teese bæst í þýska hópinn en hún mun leika Miss Kiss. Dansmærin er nýkomin til Moskvu og á blaðamannafundi Þjóðverja í dag viðurkenndi söngvarinn Oscar að hann hefði hitt Ditu fyrst fyrr í dag.

Dita sagði á blaðamannafundinum, að þýska atriðið væri alls ekki of djarft heldur æsandi á jákvæðan hátt. Hún sagðist heldur ekki telja sig vera í aðalhlutverki heldur væri hlutverk hennar að styðja við söngvarana.

Það verður svo að koma í ljós hvernig Dita von Teese mælist fyrir hjá sjónvarpsáhorfendum annað kvöld en spekingar hafa ekki spáð Þjóðverjum sérlega góðu gengi í lokakeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir