Víkingur Heiðar brýtur blað

Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Víkingur Heiðar Ólafsson er fyrsti íslenski píanóleikarinn sem heldur einleikstónleika í Háskólabíói. Þetta fullyrða þeir sem best til þekkja í íslensku tónlistarlífi. Víkingur leikur einleikstónleika þar á Listahátíð, sunnudagskvöld kl. 20.

Þó verður að hafa þann fyrirvara á, að Vladimir Ashkenazy hefur leikið einn á sviði Háskólabíós, og hann er að sönnu íslenskur ríkisborgari, þrátt fyrir langdvalir erlendis.

Píanóleikararnir Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson héldu á sínum tíma tónleika með verkum fyrir tvö píanó á sviði Háskólabíós, en hvorugur hélt þar einleikstónleika.

„Ég hef engar forsendur til að fullyrða þetta, en það er gaman ef rétt er, og það stefnir í að það verði uppselt,“ segir píanóleikarinn sjálfur, Víkingur Heiðar Ólafsson. „Ég renndi alveg blint í sjóinn með það að halda einleikstónleika í Háskólabíói, það er rúmlega þrefalt stærra en Salurinn. En svo virðist vera sem fólk sé spennt fyrir að heyra þessi íslensku lög.“

Á efnisskránni eru íslensk sönglög sem Víkingur hefur sjálfur umritað sem einleiksverk fyrir píanóið. „Þessar melódíur sumar sem við eigum tel ég að séu með því fegursta sem hefur verið samið,“ sagði Víkingur Heiðar í samtali við Morgunblaðið fyrr í vetur. „Tökum sem dæmi Ave Maríu eftir Kaldalóns, sem ég er búinn að útsetja fyrir löngu, hún er ótrúlegt tónverk. Fræðilega séð er alveg brilliant strúktúr á þessari einföldu laglínu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup