Ég hefði kosið Ísland

Alexander Rybak með sigurlaunin í Moskvu.
Alexander Rybak með sigurlaunin í Moskvu. Reuters

Alexander Rybak, Norðmaðurinn sem vann Evróvisjón söngvakeppnina í Moskvu í kvöld, sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að hann hefði greitt íslenska laginu atkvæði ef hann hefði getað.

„Þótt Úkraína væri með besta lagið í keppninni þetta árið hefði ég greitt Íslandi atkvæði," sagði Rybak.

Hann sagði, að lögin sem enduðu í tíu efstu sætunum væru einföld og auðskilin. „Ég held að það hafi verið notuð formúla undanfarinn áratug sem engin ástæða er til að breyta."

Rybak er fæddur í Hvíta-Rússlandi en uppalinn í Noregi. Hann sagði á blaðamannafundinum, að sennilega hefði hann sigrað vegna þess að hann blandaði saman hvítrússneska treganum við norsku hamingjuna enda væru Norðmenn hamingjusamasta þjóð heims.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar