Ég hefði kosið Ísland

Alexander Rybak með sigurlaunin í Moskvu.
Alexander Rybak með sigurlaunin í Moskvu. Reuters

Alexander Rybak, Norðmaðurinn sem vann Evróvisjón söngvakeppnina í Moskvu í kvöld, sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að hann hefði greitt íslenska laginu atkvæði ef hann hefði getað.

„Þótt Úkraína væri með besta lagið í keppninni þetta árið hefði ég greitt Íslandi atkvæði," sagði Rybak.

Hann sagði, að lögin sem enduðu í tíu efstu sætunum væru einföld og auðskilin. „Ég held að það hafi verið notuð formúla undanfarinn áratug sem engin ástæða er til að breyta."

Rybak er fæddur í Hvíta-Rússlandi en uppalinn í Noregi. Hann sagði á blaðamannafundinum, að sennilega hefði hann sigrað vegna þess að hann blandaði saman hvítrússneska treganum við norsku hamingjuna enda væru Norðmenn hamingjusamasta þjóð heims.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach