Ísland í 2. sæti í Moskvu

Jóhanna Guðrún syngur Is it True? í Moskvu.
Jóhanna Guðrún syngur Is it True? í Moskvu. AP

Ísland varð í 2. sæti í Evróvisjón söngvakeppninni í Moskvu í kvöld. Norðmenn sigruðu með miklum yfirburðum, fengu 387 stig og settu stigamet, fengu 12 stig frá 16 af þeim 42 þjóðum sem gáfu stig en Íslendingar fengu 218 stig. Aserbaíjan endaði í 3. sæti með 207 stig.

Íslendingar hafa einu sinni áður náð 2. sæti í Evróvisjón, árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir var fulltrúi þjóðarinnar.

Alexander Rybak flutti lag sitt Fairytale fyrir hönd Noregs í keppninni. Rybak, sem varð 23 ára í vikunni, er menntaður tónlistarmaður. Hann er fæddur í Hvíta-Rússlandi en uppalinn á Nesodden í Noregi. 

„Þakka ykkur, Rússar. Þetta var dásamlegt. Þakka ykkur fyrir," sagði hann þegar hann tók við verðlaunagripnum. „Þið eruð bestu áheyrendur í heimi."

Norðmenn hafa tvívegis áður sigrað í Evróvisjón: 1985 þegar Bobbysocks sungu La det swinge, og  1995 þegar Secret Gardeen flutti Nocturne. 

Þrjár þjóðir gáfu Íslandi 12 stig, Norðmenn, Maltverjar og Írar. Danir, Rúmenar, Svíar, Finnar og Ísraelsmenn gáfu Íslandi 10 stig, Andorrabúar, Bretar, Eistlendingar, Lettar, Litháar og Portúgalar gáfu Íslandi 8 stig. Hollendingar, Ungverjar, Þjóðverjar og Albanar gáfu 7 stig,  Slóvakar 6 stig, Armenar, Slóvenar, Svartfellingar, Svisslendingar, Búlgarar og Kýpurbúar 5 stig, Grikkir 4, Rússar og Moldóvar 3, Hvítrússar, Króatar, Makedóníumenn, Tékkar og Tyrkir 2 stig og Pólverjar 1 stig.

Röðin í úrslitunum í kvöld var þessi:

  1. Noregur - 387 stig
  2. Ísland - 218 stig
  3. Aserbaídjan - 207 stig
  4. Tyrkland - 177 stig
  5. Bretland - 173 stig
  6. Eistland - 129 stig
  7. Grikkland - 120 stig
  8. Frakkland - 107 stig
  9. Bosnía & Herzegóvína - 106 stig
  10. Armenía - 92 stig
  11. Rússland - 91 stig
  12. Úkraína - 76 stig
  13. Danmörk - 74 stig
  14. Moldóvía - 69 stig
  15. Portúgal - 57 stig
  16. Ísrael - 53 stig
  17. Albanía - 48 stig
  18. Króatía - 45 stig
  19. Rúmenía - 40 stig
  20. Þýskaland - 35 stig
  21. Svíþjóð - 33 stig
  22. Malta - 31 stig
  23. Litháen - 23 stig
  24. Spánn - 23 stig
  25. Finnland - 22 stig.
Alexander Rybak fagnar sigri í Moskvu í kvöld.
Alexander Rybak fagnar sigri í Moskvu í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan