Ísland varð efst í undanúrslitunum

Jóhanna Guðrún í úrslitunum í Moskvu í kvöld.
Jóhanna Guðrún í úrslitunum í Moskvu í kvöld. Reuters

Ísland fékk flest stig í fyrri hluta undanúrslita Evróvisjón í Moskvu á þriðjudaginn. Norðmenn fengu flest stig í síðari hluta undanúrslitananna en þessar tvær þjóðir urðu í 1. og 2. sæti í úrslitunum í kvöld.

Stigagjöfin í undanúrslitunum var birt á vef söngvakeppninnar eftir úrslitin í kvöld. Ísland fékk  174 stig í undanúrslitunum, Tyrkland 172, Bosnía og Herzegóvína 124, Svíþjóð 105, Armenía 99,  Malta 86, Ísrael 75, Portúgal 70, Rúmenía 67 og Makedónía 45 í 10. sæti. Dómnefnd valdi hins vegar Finnland í úrslitin þótt landið væri í 12. sæti í stigagjöfinni.

Í hinum undanúrslitunum fékk Noregur 201 stig, Aserbaídjan 180, Eistland 115, Grikkland 110, Moldóvía 106, Úkraína 80, Albanía 73, Danmörk 69, Litháen 66 og Serbía með 60 stig í 10. sæti. Dómnefnd valdi hins vegar Króata, sem urðu í 13. sæti, í stað Serba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan