Lesendur Evróvisjónfréttavefsíðunnar Esctoday spá því að Noregur fari með sigur af hólmi í söngvakeppninni í Moskvu í dag og að Ísland lendi í 5. sæti. Netsíðan spáði rétt fyrir um 19 af þeim 20 þjóðum, sem komust í aðalkeppnina úr undankeppnunum. Um 150 þúsund manns tóku þátt í könnun vefjarins.
Keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður sýnd beint í Sjónvarpinu. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur lag sitt, Is it True? snemma en hún er sjöunda í röðinni af keppendunum tuttugu og fimm.
Samkvæmt spánni verður þetta röð 10 efstu þjóðanna í kvöld en keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður sýnd beint í Sjónvarpinu: