Noregi spáð sigri - Íslandi 5. sæti

Lesendur Evróvisjónfréttavefsíðunnar Esctoday spá því að Noregur fari með sigur af hólmi í söngvakeppninni í Moskvu í dag og að Ísland lendi í 5. sæti. Netsíðan spáði rétt fyrir um 19 af þeim 20 þjóðum, sem komust í aðalkeppnina úr undankeppnunum. Um 150 þúsund manns tóku þátt í könnun vefjarins.

Keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður sýnd beint í Sjónvarpinu. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur lag sitt, Is it True? snemma en hún er sjöunda í röðinni af keppendunum tuttugu og fimm.  

Samkvæmt spánni verður þetta röð 10 efstu þjóðanna í kvöld en keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður sýnd beint í Sjónvarpinu:

  1. Noregur
  2. Tyrkland
  3. Grikkland
  4. Aserbaíjan
  5. Ísland
  6. Bosnía & Herzegóvína
  7. Bretland
  8. Úkraína
  9. Frakkland
  10. Eistland.
Keppendur á æfingu í dag.
Keppendur á æfingu í dag.
Jóhanna Guðrún í höllinni í Moskvu í dag.
Jóhanna Guðrún í höllinni í Moskvu í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir