Ætlar að spila í 27 tíma

Gonzales.
Gonzales.

Kanadíski pí­anó­leik­ar­inn Gonza­les sit­ur nú við pí­anó í Par­ís og ætl­ar að slá heims­metið í sam­felld­um pí­anó­leik. Til þess þarf hann að sitja við hljóðfærið í 27 klukku­stund­ir.

Gonza­les hóf leik á miðnætti í litlu leik­húsi í Mont­martre og ætl­ar að sitja við þar til klukk­an 1 í nótt að ís­lensk­um tíma. 

„Hon­um geng­ur ótrú­lega vel," sagði Frank Cham­bers, full­trúi Heims­meta­bók­ar Guinn­ess, sem fylg­ist með heims­met­stilraun­inni. „Þetta er ekki aðeins þolraun held­ur listviðburður."

Nokk­ur þreytu­merki voru þó á Gonza­les í dag eft­ir 12 tíma setu við pí­anóið. Tón­list­armaður­inn er klædd­ur í blárönd­ótt nátt­föt og hann drakk kaffi og ávaxta­safa og nartaði í súkkulaðikex. Hann þótt­ist dotta eft­ir að hafa leikið Óðinn til gleðinn­ar eft­ir Beet­ho­ven en þegar áhorf­end­ur stóðu upp og hvöttu hann áfram skipti hann yfir í Eye of the Tiger. 

Gonza­les ætl­ar að leika 300 verk á tón­leik­un­um, allt frá Sum­mertime eft­ir Gers­hw­in til Hit Me Baby One More Time sem Brit­ney Spe­ars gerði frægt.

Sam­kvæmt regl­um Guinn­ess fær Gonza­les að taka sér 15 mín­útna hvíld á þriggja stunda fresti. Gangi allt að ósk­um slær hann met Ind­verj­ans Pras­anna Gudi sem lék sam­fellt í 26 stund­ir og 12 mín­út­ur í des­em­ber sl. 

Gonza­les heit­ir réttu nafni Ja­son Beck. Hann fædd­ist í Montreal en býr í Par­ís og hef­ur gefið út sex plöt­ur.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason