Evróvisjón á Austurvelli

Jóhanna Guðrún syngur Is it True? á Austurvelli.
Jóhanna Guðrún syngur Is it True? á Austurvelli. mbl.is/Golli

„Gaman að sjá ykkur," sagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún kom upp á svið á Austurvelli nú síðdegis þar sem þúsundir Reykvíkinga fögnuðu henni.

Jóhanna Guðrún flutti flutti síðan Evróvisjónlagið Is it True? en áður höfðu bakraddarsöngvararnir, þau Friðrik Ómar, Hera Björk og Erna Hrönn, flutt Krummi svaf í klettagjá, sem þau sögðust hafa sungið í samkvæmi sem íslenska sendiráðið í Moskvu hélt í tengslum við Evróvisjónkeppnina.

Páll Óskar stýrði samkomunni á Austurvelli en Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið stóðu fyrir henni í tilefni af velgengni íslenska hópsins í Evrópusöngvakeppninni. Þar varð Ísland í 2. sæti á eftir Noregi. 

Um 20 stiga hiti er í miðborg Reykjavíkur sem jók á stemmninguna í miðborginni.

Kastljós Sjónvarpsins verður helgað Evróvisjón söngvakeppninni í kvöld.

Jóhanna Guðrún á Austurvelli undir kvöld.
Jóhanna Guðrún á Austurvelli undir kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir