Hátíð á Austurvelli í dag

Jóhanna Guðrún.
Jóhanna Guðrún. AP

Borgarbúum gefst tækifæri til að taka á móti Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur  á Austurvelli á sérstökum fagnaðarfundi sem Reykjavíkurborg og RÚV halda í tilefni velgengni íslenska hópsins í Evrópusöngvakeppninni. Sjónvarpað verður beint frá athöfninni.

Að sögn Þórhalls Gunnarssonar dagskrárstjóra mun Páll Óskar halda uppi fjörinu og byrjar hann að hita upp nokkru áður en útsendingin hefst kl. 17:30. Hvetur Þórhallur sem flesta til að mæta í góða veðrinu. Gert er ráð fyrir að íslenski Evróvisjónhópurinn stígi á svið um kl. 18.

„Okkur langaði að veita borgarbúum tækifæri til að taka á móti og fagna með Jóhönnu. Hún var landi og þjóð til mikils sóma í gær,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í tilkynningu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir