Söng „gamla“ þjóðsönginn

Alexander Rybak og föruneyti hans fagnaði ákaflega sigrinum í gær.
Alexander Rybak og föruneyti hans fagnaði ákaflega sigrinum í gær. Reuters

Gríðarlegur fögnuður og gleði ríkir nú í Noregi þar sem Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum sem og stórsigri í Evróvisjónkeppninni í gærkvöld. Norskir fjölmiðlar greina frá óralöngum skrúðgöngum um götur bæja og borga í landinu.

Fjöldinn allur af lúðrasveitum tekur ár hvert þátt í þjóðhátíðargöngum Norðmanna og greinir VG frá því að skólahljómsveitin í Nesodden, bænum sem Alexander Rybak kemur frá, hafi æft inn lag hans Fairytale. Sveitin hyggst taka á móti honum með laginu þegar hann lendir á flugvellinum í Osló í kvöld. Gleðin í bænum er enda mikil yfir sigri hans og hefur sérstök móttökuhátíð verið skipulögð honum til heiðurs í bænum á morgun.

Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg er staddur í Torrevija á Spáni þar sem hann hélt ræðu fyrir um 2000 manns sem mættu til að þjóðhátíðarhalda. Í ræðu sinni sagði hann Norðmenn hafa fulla ástæðu til að vera stolta af þjóðerni sínu. „Stoltið má þó ekki breytast í sjálfsánægju," sagði hann samkvæmt frétt Aftenposten, en ekki fylgdi sögu hvort hann vísaði þar til ánægjunnar yfir sigrinum í gær.

Sjálfur hélt Rybak þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í norska sendiráðinu í Moskvu í dag. Þar gættu hans þrír vöðvastæltir öryggisverðir enda varð algert öngþveiti þegar hann birtist í sendiráðinu, þar sem mörg hundruð Norðmenn, voru mættir til hátíðarhaldanna. Þegar sendiherrann stakk upp á að viðstaddir myndu syngja norska þjóðsönginn svaraði Rybak að bragði: „Já, þann gamla!"

Rybak er væntanlegur á Gardermoen flugvöll í Osló í kvöld og eru miklar öryggisráðstafanir viðhafðar vegna þess, enda búist við múg og margmenni til að taka á móti honum, eftir að söngvarinn hvatti til þess í beinni útsendingu frá keppninni þegar úrslitin voru ljós í gærkvöld.

Þegar hafa heitar umræður sprottið í Noregi um hvar sé rétt að halda söngvakeppnina að ári, og sýnist sitt hverjum. Hafa borgir eins og Osló, Björgvin, Stafangur og Tromsö verið nefndar í því sambandi. Menningarmálaráðherra landsins, Trond Giske, segir að valið á staðnum þurfi að liggja fyrir á næstu vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir