Talið er að um 3000 manns hafi tekið á móti norska tónlistarmanninum Alexander Rybak á Gardemoenflugvelli í kvöld þegar hann kom frá Moskvu eftir að hafa unnið Evróvisjón söngvakeppnina í gærkvöldi.
„Þetta er ótrúlegt," sagði Rybak við norska sjónvarpið. „Ég hélt að það yrðu 20-30 manns hér. Mér datt þetta aldrei í hug."
Margir voru klæddir í norska þjóðbúninga en þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag.
Líkt og þegar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir kom til Keflavíkurflugvallar í dag var sprautað vatni úr slökkviliðsbílum yfir flugvél Rybak á Gardemoen í kvöld.