Vilja Susan Boyle í Evróvisjón

Susan Boyle söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar í sjónvarpskeppninni …
Susan Boyle söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar í sjónvarpskeppninni Britain's got talent.

Skotar vilja senda Susan Boyle, söngkonuna sem sló svo eftirminnilega í gegn í sjónvarpskeppninni Britain's got talent, í Evróvisjónsöngkeppnina að ári. Þeir eru ekki ánægðir með árangur breska keppandans, Jade Ewen, sem söng lag söngleikjakonungsins Andrew Lloyd Webber í keppninni í gær og hafnaði í fimmta sæti.

Í veffrétt breska dagblaðsins The Times segir að hafin sé undirskriftasöfnun á netinu til að hvetja skoska þingið til að skrá Skotland til sjálfstæðrar þátttöku í Evróvisjónkeppninni. Forkólfur söfnunarinnar, Lynn Allan, segir Skota eiga nóg af hæfileikaríku fólki á að skipa. „Susan Boyle er sönnun þess, og þar sem allt að 500 milljónir manna horfa á keppnina, er lykilatriði að Skotland fái tækifæri til að sýna fram á hversu mikil geta þess er á þessu sviði." Hún vonast til að undirskriftasöfnunin sýni fram á hve þung krafan um þátttöku Skotlands í keppninni er.

Þjóðarflokkur Skota hefur barist fyrir því árum saman að ríkið sendi eigin þátttakendur í Evróvisjónkeppnina en hefur ávallt fengið þau svör frá yfirstjórn keppninnar að ríkissjónvarp Breta, BBC, beri ábyrgð á því að senda sameiginlegs fulltrúa alls Bretlands til keppninnar.

Fulltrúi flokksins, Alyn Smith, sagði í dag að Ewen hafi staðið sig sem sóma, sem fulltrúi Englands. „Ég er hins vegar viss um að Skotland getur sungið á við þá bestu, og það væri gott að hafa skoska þátttakendur á norska sviðinu á næsta ári."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir