Vilja Susan Boyle í Evróvisjón

Susan Boyle söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar í sjónvarpskeppninni …
Susan Boyle söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar í sjónvarpskeppninni Britain's got talent.

Skotar vilja senda Susan Boyle, söngkonuna sem sló svo eftirminnilega í gegn í sjónvarpskeppninni Britain's got talent, í Evróvisjónsöngkeppnina að ári. Þeir eru ekki ánægðir með árangur breska keppandans, Jade Ewen, sem söng lag söngleikjakonungsins Andrew Lloyd Webber í keppninni í gær og hafnaði í fimmta sæti.

Í veffrétt breska dagblaðsins The Times segir að hafin sé undirskriftasöfnun á netinu til að hvetja skoska þingið til að skrá Skotland til sjálfstæðrar þátttöku í Evróvisjónkeppninni. Forkólfur söfnunarinnar, Lynn Allan, segir Skota eiga nóg af hæfileikaríku fólki á að skipa. „Susan Boyle er sönnun þess, og þar sem allt að 500 milljónir manna horfa á keppnina, er lykilatriði að Skotland fái tækifæri til að sýna fram á hversu mikil geta þess er á þessu sviði." Hún vonast til að undirskriftasöfnunin sýni fram á hve þung krafan um þátttöku Skotlands í keppninni er.

Þjóðarflokkur Skota hefur barist fyrir því árum saman að ríkið sendi eigin þátttakendur í Evróvisjónkeppnina en hefur ávallt fengið þau svör frá yfirstjórn keppninnar að ríkissjónvarp Breta, BBC, beri ábyrgð á því að senda sameiginlegs fulltrúa alls Bretlands til keppninnar.

Fulltrúi flokksins, Alyn Smith, sagði í dag að Ewen hafi staðið sig sem sóma, sem fulltrúi Englands. „Ég er hins vegar viss um að Skotland getur sungið á við þá bestu, og það væri gott að hafa skoska þátttakendur á norska sviðinu á næsta ári."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar