Evróvisjón í skugga fótbolta?

Ekki er víst að gestir á Evróvisjónkeppninni að ári fái …
Ekki er víst að gestir á Evróvisjónkeppninni að ári fái að upplifa norska þjóðhátíðarstemningu. Reuters

Norska ríkissjónvarpið, NRK, vill flytja til úrslitakeppni Evróvisjón sem ákveðin hefur verið laugardaginn 22. maí á næsta ári. Ástæðan er sú að búið er að skipuleggja úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta (Champions League) sama kvöld.

Sem kunnugt er verður Evróvisjón keppnin haldin í Noregi á næsta ári eftir yfirburðasigur Alexanders Rybaks á laugardag. Þar í landi eru menn þegar farnir að huga að undirbúningi keppninnar, en ýmsar tillögur hafa komið að keppnisstað og jafnvel hvaða kynnar verða fyrir valinu. Hefur gamli Bobbysocks-dúettinn, sem sigraði keppnina árið 1985, jafnvel verið nefndur í því sambandi.

Nú hefur nýtt vandamál hins vegar skotið upp kollinum því úrslitakeppnin hefur verið ákveðin sama dag og búið er að skipuleggja úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Yfirmenn NRK óttast að verði keppnirnar tvær sama dag muni fótboltaáhugamenn um alla Evrópu frekar stilla sjónvarpsskjáina á knattspyrnu en tónlistarveislu, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins VG. Þetta verður í fyrsta sinn sem úrslitakeppni Meistaradeildarinnar verður á laugardegi.

Formaður norska Evróvisjónklúbbsins, Morten Thomassen, er ekki vongóður um að boltinn muni flytja sig yfir á annan dag. Það sé slæmt, því Norðmenn voru þegar farnir að hlakka til þess að söngvakeppnin yrði haldin um svipað leyti og þeir fagna þjóðhátíðardegi sínum. „Það hefði verið fullkomið að hafa 3000 fjölmiðlamenn frá allri Evrópu í Noregi á 17. maí," segir Thomassen. „Síðast þegar við vorum með keppnina voru úrslitin 18. maí svo listamennirnir fengu að upplifa hátíðarhöldin daginn áður, sem var mjög jákvætt."

Stjórn Evrópskra sjónvarpsstöðva hefur áður flutt til keppnina, einmitt vegna þess að hún rakst á við fótboltaleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir