Fróðleikur um Evróvisjón

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir jafnaði metið þegar hún varð í 2. …
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir jafnaði metið þegar hún varð í 2. sæti í Moskvu. AP

Íslend­ing­ar lenda að meðaltal í 12,5 sæti í Evr­óvi­sjón söngv­akeppn­inni ef aðeins er horft til aðal­keppn­inn­ar. Þris­var komust Íslend­ing­ar ekki upp úr undan­keppn­inni og árið 2002 voru þeir fjarri góðu gamni. Á þess­um tíma­punkti er vert að rifja upp eft­ir­minni­leg um­mæli frá nokkr­um kepp­end­um.

Að sjálf­sögðu er staldrað við úr­slit­in hverju sinni.

ICY reið á vaðið með Gleðibank­an­um árið 1986 (16. sæti) og svo kom Halla Mar­grét með Hægt og hljótt (16. sæti) og fé­lag­arn­ir Stefán Hilm­ars­son og Sverr­ir Stormsker með lagið Sókra­tes árið 1988 (16. sæti).

Eins og að vera á Eskif­irði

Sverr­ir var ber­orður þegar úr­slit­in lágu fyr­ir.

„Það hafði eng­in áhrif á mig að vita af þess­um millj­ón­um gláp­andi á keppn­ina, þetta var svipuð til­finn­ing og að halda tón­leika á Eskif­irði fyr­ir 20 manns. Ástæðan fyr­ir slæmu gengi okk­ar er ein­fald­lega sú að við erum ekki komn­ir á landa­kortið, úti veit eng­inn neitt um okk­ur og það er ekki gert ráð fyr­ir að neitt komi frá okk­ur. Ég held að lagið hafi engu máli skipt, við hefðum lent í 16. sæti þó við hefðum flutt sviss­neska lagið... Ég hefði miklu frek­ar viljað lenda í 21. sæti en 16. af öll­um sæt­um. Mér þykir hart að vera kom­inn í hóp með Val­geiri Guðjóns­syni og Magnúsi Ei­ríks­syni."

Það leit svo út fyr­ir að end­an­leg staðfest­ing væri feng­in á því að Ísland og Evr­óvi­sjón færu ekki sam­an þegar Daní­el Ágúst lenti í 22. sæti með lagið Það sem eng­inn sér árið 1989.

Dimm­ast fyr­ir dög­un­ina

En jafn­an er dimm­ast fyr­ir dög­un­ina og tók land­inn held­ur bet­ur gleði sína árið eft­ir þegar Stjórn­in (Sigga og Grét­ar) slógu í gegn með lagið Eitt lag enn og enduðu í fjórða sæti í keppn­inni árið 1990.

„Við ætluðum okk­ur alltaf að reyna að kom­ast inn á topp tíu, en við þorðum ekki að vona að við næðum eins of­ar­lega og raun bar vitni,“ sagði Sigga að keppn­inni lok­inni.

Vænt­ing­arn­ar voru því meiri en oft áður þegar Stefán og Eyfi fluttu lagið Nínu árið 1991 en þá vaknaði gam­all draug­ur því lagið endaði í 15. sæti.

Sigga Bein­teins og Sigrún Eva skiluðu lag­inu Nei eða já í 7. sæti árið 1992 en aft­ur seig á ógæfu­hliðina árið eft­ir þegar Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir lenti í 13 sæti með lagið Þá veistu svarið.

Ísland fékk mesta at­hygli

Ingi­björg bar sig vel þegar úr­slit­in lágu fyr­ir:

„Ann­ars bjóst ég við að fara ofar vegna þess að ég fékk svo góða at­hygli sem er þó auðvitað gott útaf fyr­ir sig. Ég talaði við marga blaðamenn og Íslend­ing­ar héldu eig­in­lega stærsta blaðamanna­fund­inn,“ sagði Ingi­björg.

Sig­ríður Bein­teins­dótt­ir skilaði Íslandi einu sæti ofar með lagið Næt­ur árið eft­ir en landið féll aft­ur í töfl­unni þegar lagið Núna með Björg­vini Hall­dórs­syni endaði í 15. sæti árið 1995.

Anna Mjöll varð svo í 13. sæti með lagið Sjúbídú árið 1996 en Páll Óskar aðeins í 20 sæti með lagið Minn hinsti dans árið 1997.

Móðgaður les­andi

Les­andi Morg­un­blaðsins var sár­móðgaður:

„Mig lang­ar til að benda lands­mönn­um á gildi ein­stakr­ar land­kynn­ing­ar og aug­lýs­inga sem Páll Óskar og vild­ar­vin­ir hans hjá Rík­is­út­varpi- Sjón­varpi unnu fyr­ir ís­lenska menn­ingu með þátt­töku sinni í Söng­laga­keppni Evr­ópuþjóða. Þar ýttu þeir vel við stóru pornokóng­un­um, einkum þeim sem nú eru að flýja frá Belg­íu. Þeir sjá að þjóðin ber af í frjáls­lyndi sínu. Þjóð sem tókst að hneyksla alla Evr­ópu með vali full­trúa síns í hinsta dansi siðgæðis hlýt­ur að vera frjáls­lynd að endem­um.“

Líkt og Daní­el Ágúst var Páll Óskar for­boði óvæntra úr­slita en allt ætlaði um koll að keyra þegar Selma náði 2. sæt­inu með lagið All out Luck árið 1999.

Íslend­ing­ar fóru síðan aft­ur niður á jörðina þegar Telma og Ein­ar Ágúst lentu í 12. sæti með Tell Me alda­móta­árið 2000 og ekki fór það batn­andi þegar Two Tricky lentu í 23. sæti með Ang­el árið eft­ir.

Kosn­ing­ar ein skýr­ing­in

Íslend­ing­ar tóku ekki þátt í keppn­inni árið eft­ir og túlkaði Morg­un­blaðið dræmt áhorf svo:

„Sú staðreynd að Íslend­ing­ar voru ekki með að þessu sinni og að keppn­ina bar upp á kosn­inga­kvöld hef­ur þó trú­lega haft eitt­hvað að segja um áhorf á keppn­ina hér á landi.“

Árang­ur­inn var mun betri 2003 þegar Birgitta Hauk­dal endaði í 9. sæti með lagið Open your Heart en Ísland féll aft­ur í töfl­unni árið 2004 þegar Jónsi skilaði Hea­ven í 19. sæti.

Selma sneri svo aft­ur með lagið If I had your Love sem endaði í 16. sæti í undan­keppni árið 2005. Hafði Thom­as Lund­in, full­trúi Finna, þá verið sann­færður um að söngv­akeppn­in yrði hald­in í Reykja­vík árið eft­ir.

Drullu­spæld

„Við erum auðvitað drullu­spæld yfir úr­slit­un­um. Hins veg­ar vor­um við mjög sátt við okk­ar frammistöðu. Við gerðum okk­ar besta og lögðum allt í þetta. Hvað get­ur maður meira gert?“ sagði Selma þegar ljóst varð að Ísland tæki ekki þátt í aðal­keppn­inni í Kænug­arði.

Sil­vía Nótt náði ögn betri ár­angri í Aþenu með lag­inu Congra­tulati­ons árið 2006 en það endaði í 13. sæti í undan­keppn­inni.

For­svars­menn Brim­borg­ar voru bjart­sýn­ir fyr­ir henn­ar hönd og buðu 75.000 kr. end­ur­greiðslu af sér­stök­um Evr­óvi­sjón-bíl­um ef hún ynni ekki keppn­ina.

Sam­særis­kenn­ing­in dreg­in fram

Selma leyndi ekki von­brigðum með út­koma í Aþenu og benti í aust­ur.

„Það er ljóst að Aust­ur-Evr­ópa er í tísku núna. Mörg lög þaðan kom­ast í gegn án þess að eiga það skilið," seg­ir hún.

Ei­rík­ur Hauks­son náði sama ár­angri með Valent­ine Lost árið 2007 en síðan tók Eyj­ólf­ur að hress­ast þegar Eurobandið endaði í 14. sæti með lag­inu This is My Life árið 2008.

Ei­rík­ur í upp­á­haldi

Finn­ar voru einkar hrifn­ir af Ei­ríki og völdu liðsmenn YLE Extra, sem er ein sjón­varps­stöðva finnska rík­is­sjón­varps­ins, Ei­rík sem upp­á­haldskepp­and­ann sinn.

„Mik­il sorg greip um sig meðal stuðnings­manna ís­lenska lags­ins, Valent­ine Lost, er úr­slit­in voru ljós,“skrifaði Hall­dóra Þórs­dótt­ir blaðamaður frá Hels­inki´. 

Óþarft er að rifja upp ár­ang­ur Íslend­inga árið 2009.

Páll Óskar móðgaði nokkra Íslendinga með laginu Minn hinsti dans.
Páll Óskar móðgaði nokkra Íslend­inga með lag­inu Minn hinsti dans. mbl.is/​Krist­inn
Selma Björnsdóttir á æfingu með dönsurunum Brynjari og Daníel á …
Selma Björns­dótt­ir á æf­ingu með döns­ur­un­um Brynj­ari og Daní­el á sín­um tíma. mbl.is/Á​sdís
Birgitta Haukdal flutti lagið
Birgitta Hauk­dal flutti lagið "Open Your Heart". mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son