Playboy-drottningin Holly Madison ætlar að koma fram í „burlesque“-sýningu í Las Vegas á næstunni. Sýningin nefnist Peepshow og á meðal þeirra sem koma fram í henni er kryddpían og Íslandsvinurinn Mel B. Madison, sem kom nýverið fram í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars í Bandaríkjunum, segir að hún hlakki mikið til. „Ég held að ég sé fullkomin í svona sýningu. Mig hefur alltaf langað til að taka þátt í svona klassískri og kynþokkafullri burlesque-sýningu. Þetta verður frábært,“ segir Madison.
Þótt berbrjósta dansarar komi fram í Peepshow ætla hvorki Madison né Mel B að fara úr að ofan.