Eminem snýr aftur

Eminem hélt ókeypis tónleika í heimaborg sinni í gær.
Eminem hélt ókeypis tónleika í heimaborg sinni í gær. AP

Bandaríski rapparinn Eminem steig aftur á svið í gær fjórum árum eftir að hann aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu. Þá fór rapparinn, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers, í meðferð en hann var háður svefnlyfjum.

Mörg hundruð aðdáendur hins 36 ára gamla Eminems mættu á tónleikana sem fram fóru í MotorCity Casino's Sound Board í Detroit, sem er heimabær rapparans. Ókeypis aðgangur var að tónleikunum.

Megnið af efninu sem hann flutti er að finna á nýjustu breiðskífu rapparans sem kallast Relapse. Það er fyrsta Eminem-platan í fimm ár.


Eminem á tónleikunum í gær.
Eminem á tónleikunum í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup