Eminem snýr aftur

Eminem hélt ókeypis tónleika í heimaborg sinni í gær.
Eminem hélt ókeypis tónleika í heimaborg sinni í gær. AP

Bandaríski rapparinn Eminem steig aftur á svið í gær fjórum árum eftir að hann aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu. Þá fór rapparinn, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers, í meðferð en hann var háður svefnlyfjum.

Mörg hundruð aðdáendur hins 36 ára gamla Eminems mættu á tónleikana sem fram fóru í MotorCity Casino's Sound Board í Detroit, sem er heimabær rapparans. Ókeypis aðgangur var að tónleikunum.

Megnið af efninu sem hann flutti er að finna á nýjustu breiðskífu rapparans sem kallast Relapse. Það er fyrsta Eminem-platan í fimm ár.

Fyrsta smáskífan, sem nefnist „Crack A Bottle“, af plötunni sló öll niðurhalsmet í Bandaríkjunum í febrúar sl. Alls seldust yfir 418.000 eintök á netinu í fyrstu vikunni eftir útgáfu.
Eminem á tónleikunum í gær.
Eminem á tónleikunum í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen