Bandaríski rapparinn Eminem steig aftur á svið í gær fjórum árum eftir að hann aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu. Þá fór rapparinn, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers, í meðferð en hann var háður svefnlyfjum.
Mörg hundruð aðdáendur hins 36 ára gamla Eminems mættu á tónleikana sem fram fóru í MotorCity Casino's Sound Board í Detroit, sem er heimabær rapparans. Ókeypis aðgangur var að tónleikunum.
Megnið af efninu sem hann flutti er að finna á nýjustu breiðskífu rapparans sem kallast Relapse. Það er fyrsta Eminem-platan í fimm ár.