100 milljónir kusu í American Idol

Nærri 100 milljónir manna greiddu atkvæði í gærkvöldi þegar úrslit bandaríska sjónvarpsþáttarins American Idol fóru fram. Er þetta met í þættinum, sem sýndur hefur verið í átta ár í Bandaríkjunum.

Úrslitin urðu síðan óvænt því Kris Allen, 23 ára gamall piltur frá Arkansas, fór með sigur af hólmi þótt keppinauti hans, Adam Lambert, 26 ára frá San Diego, hefði verið spáð sigri nánast frá því þáttaröðin hófst í vetur.

Úrslitaþátturinn var sýndur beint á Stöð 2 í nótt. Bandarískir fjölmiðlar höfðu lýst úrslitunum sem baráttu íhaldssömu „rauðu ríkjanna", með Allen sem fulltrúa, og frjálslyndu „bláu ríkjanna" sem Lambert var fulltrúi fyrir.

Allen söng m.a. með sveitasöngvaranum Keith Urban en Lambert söng með hljómsveitinni Kiss.

Meðal annarra, sem komu fram í þættinum voru Rod Stewart, Cyndi Lauper, Carlos Santana og  Black Eyed Peas.  

American Idol, sem byggður er á svipuðum breskum þætti, hefur gengið í átta ár í sjónvarpsstöðinni Fox og virðist ekkert lát vera á vinsældum þáttarins. Sumir sigurvegararnir hafa orðið stórstjörnur, þar á meðal  Carrie Underwood og Jennifer Hudson, sem hlotið hefur Óskarsverðlau. 

Ryan Seacrest, kynnir þáttarins, opinberar úrslitin, Kris Allen til mikillar …
Ryan Seacrest, kynnir þáttarins, opinberar úrslitin, Kris Allen til mikillar undrunar. Adam Lambert er einnig á myndinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir