Sveitaböllin föst í kerfinu

Sálin hans Jóns míns.
Sálin hans Jóns míns. Atli Már

Þrátt fyrir að mikill vilji sé hjá íslenskum ballsveitum til að nýta sér vaxandi áhuga á ferðamennsku innanlands í ár með því að endurvekja sveitaböllin, hafa stærstu félagsheimilin ekki opnað dyr sínar enn. Ástæðan er þó ekki beint áhugaleysi meðal þeirra er sjá um rekstur félagsheimilanna, heldur almennur seinagangur þess kerfis er fyrirspurnir um slíkt þurfa að fara í gegnum.

Blaðamaður hefur heimildir fyrir því að sveitir á borð við Á móti sól, Ingó & veðurguðina og Sálina hans Jóns míns, hafi sent fyrirspurnir til húsvarða og sveitarstjórna um að fá að halda böll í sumar en engin þeirra hefur enn fengið svar, hvorki neikvætt né jákvætt, þrátt fyrir að komið sé fram yfir miðjan maí og þessar sveitir í óða önn að bóka sumarið.

„Við erum að bíða eftir svari frá Njálsbúð og Miðgarði,“ segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari og umboðsmaður Á móti sól. „Við erum líka að skoða fleiri hús á Suðurlandi en ef ég á að segja alveg eins og er þá er ekki búið að festa neitt. Miðgarður opnar aftur í sumar en það er ekki orðið alveg ljóst hvort leyft verður að halda þar sveitaböll aftur.“

Hvort sveitaböllum verður hleypt aftur inn í Miðgarð í sumar ætti að skýrast á næstu vikum. Það mun nýr framkvæmdastjóri félagsheimilisins skera út um en verið er að fara í gegnum umsóknir um starfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar