Hómer í fótspor Susan Boyle

Homer Simpson.
Homer Simpson. mbl.is

Áhrifa skosku söngkonunnar Susan Boyle gætir víða núorðið og nú síðast mun hún vera ástæða þess að teiknimyndahetjan Hómer Simpson tekur þátt í hæfileikakeppni í væntanlegri þáttaröð um Simpson fjölskylduna.

„Ég heiti Hómer Simpson. Ég er 39 ára og ég hef aldrei verið kysstur. Mig dreymir um að verða góður söngvari eins og Susan Boyle,“ segir Hómer áður en hann hefur upp raust sína fyrir teiknaðan Simon Cowell í komandi þáttaröð, sem er jafnframt sú tuttugasta í röðinni.

Áður hefur verið minnst á Susan Boyle í teiknimyndaþáttunum South Park auk þess sem hún hefur komið fram í mörgum af helstu spjallþáttum beggja vegna Atlantshafsins, meðal annars hjá Opruh.

Eins og margir muna vakti Boyle athygli fyrir fagra söngrödd í hæfileikakeppninni Britain's Got Talent í síðasta mánuði.

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir