Morrissey fimmtugur

Morrissey
Morrissey Mario Anzuoni

Breski söngvarinn Morrissey fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gærkvöldi með tónleikum í heimabæ sínum Manchester. Þar söng fyrrverandi Smiths-stjarnan sín uppáhaldslög af ferli sínum í bland við valin lög af nýjustu plötu sinni Years of Refusal.

Aldurinn virðist kappanum ekki mikið áhyggjuefni enda hefur hann sagt opinberlega að þegar kemur að fólki skipti aldur engu máli. Annað hvort sé maður stórkostlegur eða leiðinlegur.

Morrissey er þekktur fyrir einstaka orðheppni sína og menntaðan hroka er beinist iðulega að kollegum hans. Af tilefni hálfrar aldar afmælis kappans heiðraði NME hann í gær með því að setja upp sér síðu þar sem taldar voru upp „50 eftirminnilegustu tilvitnanirnar“ í gegnum tíðina. Þar sem Elton John, Bob Geldof, Oasis, Sigmund Freud, Brit-verðlaunin, Jamie Oliver, danstónlist, rapp og síðhærðir karlmenn fá á baukinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar