Susan Boyle komin í úrslitin

Susan Boyle komst áfram í úrslit breska sjónvarpsþáttarins Britain's Got …
Susan Boyle komst áfram í úrslit breska sjónvarpsþáttarins Britain's Got Talent í kvöld. Reuters

Skoska söng­kon­an Sus­an Boyle komst áfram í úr­slit í breska sjón­varpsþætt­in­um Britain's Got Talent í kvöld. Þykir það full­víst að það megi ekki síst þakka söng henn­ar á YouTu­be en hún hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn að und­an­förnu fyr­ir söng sinn. Boyle, sem býr á Skotlandi, er 47 ára göm­ul og að eig­in sögn hef­ur hún aldrei verið við karl­mann kennd.

Mynd­band með Boyle þar sem hún syng­ur lagið I Drea­med A Dream úr söng­leikn­um Les Misera­bles (sem bygg­ir á bók Victor Hugo, Ves­al­ing­un­um) hef­ur verið skoðað í yfir 60 millj­ón skipti á YouTu­be síðan það var sett á vef­inn í síðasta mánuði. Má geta þess að banda­ríska leik­kon­an Demi Moore er meðal aðdá­enda Boyle.

Boyle er ein þeirra 40 sem munu taka þátt í úr­slita­keppn­inni Britain's Got Talent. Þegar hún var spurð að því í kvöld hvernig henni liði með ákvörðun dóm­ar­anna um að velja hana í úr­slit­in, svaraði hún að bragði: „Það besta í heimi, þetta er stór­kost­legt," um leið og hún steig dans­spor. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta því þeir verða undir sem ofan í setja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta því þeir verða undir sem ofan í setja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason