Hvíti borðinn fékk Gullpálmann


Kvikmynd austuríska leikstjórans Michael Haneke, Das Weisse Band eða Hvíti borðinn, vann nú fyrir skemmstu Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Mynd Haneke hafði betur í baráttu við myndir frá mörgum öðrum leikstjórum, meðal annars Quentin Tarantino,  sem margir töldu sigurstranglegann.

Þetta var tilkynnt nú fyrir skemmstu á verðlaunakvöldi hátíðarinnar. Haneke hefur áður leikstýrt myndunum The Piano Teacher, Code Unknown og Hidden.

Austuríski leikarinn Christoph Waltz, sem helst er þekktur fyrir að leika á sápuóperuþáttum í Austurríki og Þýskalandi, fékk verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í mynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds.

Franska leikkonan Charlotte Gainsbourg fékk verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í mynd Lars Von Trier, Antichrist.


Michael Haneke tekur við verðlaunum sínum.
Michael Haneke tekur við verðlaunum sínum. ERIC GAILLARD
Charlotte Gainsbourg
Charlotte Gainsbourg VINCENT KESSLER
Christoph Waltz
Christoph Waltz JEAN-PAUL PELISSIER
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir