Jóhanna Guðrún frestar tónleikum

Jóhanna Guðrún í Moskvu.
Jóhanna Guðrún í Moskvu. AP

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem söng fyrir hönd Íslands í Evróvisjón í Moskvu og hafnaði í öðru sæti keppninnar, er á leið til Svíþjóðar til fundarhalda og samningaviðræðna. Af þessum sökum sér Jóhanna Guðrún sig tilneydda að fresta fyrirhuguðum tónleikum í Laugardalshöll til haustsins. Til stóð að tónleikarnir yrðu haldnir þann 4. júní nk.
 
Segir í fréttatilkynningu að mörg stærstu hljómplötufyrirtæki og umboðsskrifstofur heims hafi lýst yfir áhuga á samstarfi við Jóhönnu Guðrúnu.

Þeir sem þegar hafa keypt miða á tónleikana geta geymt þá til haustsins eða fengið endurgreidda með því að hafa samband við Midi.is.

„Jóhönnu Guðrúnu og aðstandendum tónleikanna þykir leitt að þurfa að fresta tónleikunum nú en vonast til að sjá sem flesta í Laugardalshöllinni í haust," að því er segir í tilkynningu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar