Kristján fær Carnegie verðlaunin

Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.

Kristján Guðmundsson hlýtur sænsku Carnegie verðlaunin í ár en um er að að ræða ein virtustu listaverðlaun í heimi. Verðlaunaupphæðin er 1 milljón sænskra króna, jafnvirði 17 milljóna íslenskra króna.

Kristján hlýtur 1. verðlaun í ár. 2. verðlaun, 600 þúsund sænskar krónur, hlýtur sænska listakonan   Kristina Jansson og Svinn Felix Gmelin hlýtur 3. verðlaun, 400 þúsund sænskar krónur. Loks fær  danski málarinn Marie Södergaard Lolk 100 þúsund króna styrk.

Carnegie Art Award eru ein stærstu myndlistarverðlaun sem veitt eru. Til þeirra var stofnað árið 1998 af D. Carnegie & Co., til að styðja framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og efla norræna samtímamálaralist. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur aðalverðlaun Carnegie. Eggert Pétursson hlaut 2. verðlaun árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka