Símaskráin jafnskemmtileg og síðast?

Hugleikur Dagsson myndskreytir símaskrána annað árið í röð.
Hugleikur Dagsson myndskreytir símaskrána annað árið í röð. mbl.is/Valdís Thor

Einhver allra mest lesna bók landsins, Símaskráin, kemur út í dag. Þótt sífellt fleiri kjósi að fletta upp símanúmerum á netinu naut Símaskráin í fyrra mikilla vinsælda, og má ef til vill rekja þær vinsældir til myndskreytinga Hugleiks Dagssonar í skránni, en þær nefndi hann einu nafni Garðarshólma. Bókin var rifin út og mun fleira yngra fólk sótti hana en árin þar á undan. Reyndar var ásóknin slík að fyrsta upplag kláraðist á þremur dögum, og var það mál manna að Símaskráin hefði aldrei verið skemmtilegri.

Forsvarsmenn Símaskrárinnar ákváðu að endurtaka leikinn og fengu þeir Hugleik til að semja eins konar framhald af Garðarshólma, og mun það birtast í Símaskránni 2009. Nú er bara spurning hvort hún verður jafnskemmtileg og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson