Ingvi Þór hlaut gaddakylfuna

Gaddakylfan.
Gaddakylfan.

Ingvi Þór Kormáksson fór með sigur af hólmi þegar tilkynnt var um úrslit í Gaddakylfunni 2009, glæpasagnasamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags. Ingvi Þór starfar á Borgarbókasafninu en hann er kunnur tónlistarmaður og lagasmiður.

Verðlaunasagan fjallar um konu sem ákveður að stíga hliðarspor með hjálp einkamal.is.
 
Gaddakylfan var veitt í sjötta sinn og bárust um 70 sögur í keppnina að þessu sinni. Þær 13 sögur sem þóttu bera af, birtast í árlegri kilju sem fylgir tímaritinu Mannlíf, sem kemur út á morgun. 
 
Höfundar þriggja bestu sagnanna voru verðlaunaðir sérstaklega. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn afhenti sigurvegaranum gaddakylfuna, verðlaunagrip úr smiðju listakonunnar Koggu. Auk þess fékk sigurvegarinn eitt hundrað þúsund krónur, blómvönd og bókina Sögu mannsins.
 
Þeir þrír höfundar sem þóttu skara fram úr voru  Ingvi Þór Kormáksson fyrir söguna Hliðarspor, Halldór E. fyrir söguna Rask og  Edda Jóhannsdóttir fyrir söguna Helvítis vetrarsól.
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka