Kjörinu um 100 bestu plötur Íslandssögunnar að ljúka

Senn lýkur kjöri á 100 bestu hljómplötum Íslandssögunnar, sem Rás 2, Tónlist.is og Félag hljómplötuframleiðanda hafa staðið að undanfarið. Lokað verður fyrir kosninguna á tonlist.is á miðnætti í kvöld.

Upphaflega voru 485 íslenskar breiðskífur í boði, breiðskífur sem innihéldu frumútgefnar upptökur og uppfylltu hefðbundin skilyrði um að teljast breiðskífur eða LP plötur. Undanskildar voru því smáskífur, EP plötur, safnplötur og annað slíkt.

Í kjöri 100 manna dómnefndar og með víðtækri þátttöku almennings voru valdar þær 100 plötur sem bestar þykja og í seinni hlutanum voru því aðeins þessar 100 plötur í boði og ætlunin að raða plötunum í sín endanlegu sæti á listanum góða.

Mánudaginn 1. júní, annan dag Hvítasunnu verður sérstakur þáttur á dagskrá Rásar 2 þar sem í ljós kemur hvaða plötur skipa 50 efstu sætin á listanum auk þess sem sami listi verður þá birtur á tónlist.is. Næstu daga þar á eftir, eða allt til 17. júní kemur svo í ljós í hvaða sætum þessar 50 plötur lentu. Frá því fimmtugasta til þess fyrsta og um leið hver er besta plata Íslandssögunar að mati hlustenda Rásar 2, notenda tónlist.is og dómnefndar fagaðila. Þátttaka í leitinni hefur farið fram úr björtustu vonum aðstandenda, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir