Sumar í Sýrlandi

Íslensku tón­list­ar­menn­irn­ir Ólaf­ur Arn­alds, Dísa og For a min­or Ref­lecti­on spiluðu á sér­stakri opn­un­ar­hátíð úti­bús Stúd­íós Sýr­lands í Dan­mörku um síðustu helgi.

„Þetta er tutt­ugu mín­útna akst­ur frá Árós­um á miðju Jótlandi,“ seg­ir Þórir Jó­hann­son ann­ar eig­andi Stúd­íós Sýr­lands. „Þetta er hús sem var byggt árið 1743 og var í mik­illi niðurníðslu. Útlitið á þessu var með því hræðilegra sem ég hef séð á æv­inni. Íslend­ing­ur sem býr þarna í næsta ná­grenni er húsa­smiður og hann hafði verið að fylgj­ast með þessu húsi og hafði sam­band í haust við okk­ur til að at­huga hvort við vær­um til í að setja þarna upp hljóðver með hon­um. Þetta var í haust og manni fannst nú kannski ekk­ert það skyn­sam­leg­asta í heimi að fara í út­rás á þeim tíma, eft­ir banka­hrunið. Við sett­umst þó niður og fund­um leið til þess að gera þetta án þess að skuld­setja okk­ur beint. Hann keypti húsið og gerði það upp en við átt­um tæki sem við leggj­um til. Við stofnuðum svo sam­eig­in­legt fé­lag, Sýr­land DK, sem held­ur utan um rekst­ur­inn á þessu. Fé­lagið leig­ir svo húsið af hon­um og öll tæk­in af okk­ur.“

Þórir seg­ir að húsið búi yfir ein­stök­um hljómi er henti upp­tök­um á lif­andi rokk­tónlist og klass­ískri tónlist ein­stak­lega vel. Í hús­inu er einnig íbúð og gisti­heim­ili er gest­ir geta fengið aðgang að gegn lágri greiðslu á meðan þeir vinna tónlist sína í danskri sveita­sælu. Bíll er á svæðinu er gest­ir geta fengið af­not af.

Hag­stæðara gengi

„Við unn­um mikið í þessu sjálf­ir og höfðum þetta eins flott og við gát­um, inn­an skyn­sam­legra marka. Það voru eng­ar einkaþotur sem flugu með okk­ur út. Þannig að við get­um leyft okk­ur að bjóða gest­um sér­stakt kynn­ing­ar­verð núna þegar við erum að fara af stað. Í sum­ar ætl­um við held­ur ekki að rukka þær ís­lensku sveit­ir sem koma um 24 krón­ur fyr­ir dönsku krón­una, held­ur nær gamla geng­inu, eða 16 krón­ur, til þess að gera mönn­um kleift að prufa þetta. Þetta er t.d. til­valið fyr­ir þá lista­menn sem eru að fara að ferðast um Evr­ópu og eru með föru­neyti með sér. Það eru akr­ar allt í kring og fugla­söng­ur. Þú ert al­gjör­lega út af fyr­ir þig úti í sveit í gömlu húsi,“ seg­ir Þórir að lok­um. Það hlýt­ur því að telj­ast vel hugs­an­legt að ís­lensk­ir tón­list­ar­menn flýi klak­ann og eyði hluta sum­ars í sveita­sæl­unni í Sýr­landi.

Heimasíða Sýr­lands

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það er fólk að hitta, staður til að fara á og hlutir til að kaupa. Hugsanlega hittir þú nýjan einstakling eða sérð nýja hlið á einhverjum sem þú þekkir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það er fólk að hitta, staður til að fara á og hlutir til að kaupa. Hugsanlega hittir þú nýjan einstakling eða sérð nýja hlið á einhverjum sem þú þekkir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver