Æxli fjarlægt úr söngvara Depeche Mode

David Gahan.
David Gahan. AP

Illkynja æxli var fjarlægt úr þvagblöðru David Gahan, söngvara bresku hljómsveitarinnar Depeche Mode. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Evrópu fyrr í mánuðinum þegar Gahan veiktist og var fluttur á sjúkrahús í Grikklandi. 

Fyrst var talið, að Gahan þjáðist af meltingartruflunum en við rannsóknir kom í ljós að hann var með krabbameinsæxli í þvagblöðru. Fram kemur í yfirlýsingu frá hljómsveitinni í dag, að æxlið hafi verið fjarlægt, aðgerðin hafi tekist vel og búist sé við að Gahan nái sér að fullu. Hann muni hins vegar taka sér frí til 8. júní en tónleikaferðinni verði síðan haldið áfram í Leipzig í Þýskalandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir