Eminem langsöluhæstur

Eminem.
Eminem. Reuters

Rapparinn Eminem skaut bandarískum kollegum sínum ref fyrir rass í síðustu viku þegar ný plata hans, Relapse, seldist betur en nokkur önnur plata á þessu ári fyrstu útgáfuvikuna.

Rúmlega 600 þúsund eintök seldust, sem er þrisvar sinnum meira en ný plata Green Day gerði vikuna sem hún kom út. Relapse er fimmta breiðskífa Eminem sem fer beint á topp bandaríska sölulistans.

Eminem hefur verið iðinn í hljóðverinu síðastliðið ár, eftir að hann náði að slíta sig frá verkjalyfjunum. Rapparinn hefur lofað því að gefa út aðra plötu áður en árið er úti sem kemur líklegast til með að heita því frumlega nafni Relapse 2.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi