Eminem langsöluhæstur

Eminem.
Eminem. Reuters

Rapparinn Eminem skaut bandarískum kollegum sínum ref fyrir rass í síðustu viku þegar ný plata hans, Relapse, seldist betur en nokkur önnur plata á þessu ári fyrstu útgáfuvikuna.

Rúmlega 600 þúsund eintök seldust, sem er þrisvar sinnum meira en ný plata Green Day gerði vikuna sem hún kom út. Relapse er fimmta breiðskífa Eminem sem fer beint á topp bandaríska sölulistans.

Eminem hefur verið iðinn í hljóðverinu síðastliðið ár, eftir að hann náði að slíta sig frá verkjalyfjunum. Rapparinn hefur lofað því að gefa út aðra plötu áður en árið er úti sem kemur líklegast til með að heita því frumlega nafni Relapse 2.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan