Rómantík og sundskýla

Hvað eiga rómantík og sundskýla sameiginlegt? Bæði koma við sögu í 180 málverkun Ragnars Kjartanssonar, sem verða máluð í Feneyjum næsta hálfa árið.

Tvíæringurinn í Feneyjum verður opnaður eftir viku en það er viðamesta myndlistarhátíð sem haldin er. Auk stórra sýninga, sem sýningastjórar setja saman, er fjöldi þjóða með sérstaka skála þar sem listamenn, sem þykja í fremstu röð í hverju landi, setja upp sýningar.

Ragnar Kjartansson er fulltrúi Íslands að þessu sinni. Ragnar er yngsti fulltrúi sem Ísland hefur sent á tvíæringinn en hann er kunnur fyrir vinnu í ólíka miðla, óperur, tónlist, leikhús og málverk; allt verður honum að gjörningi.

Í íslenska skálanum verður verk Ragnars, The End, kynnt til sögunnar. Verkið er tvískipt. Í öðrum hluta þess innréttar Ragnar vinnustofu málara og þar mun hann starfa næsta hálfa árið og gestir geta fylgst með hvar hann málar á hverjum degi portrett af kollega sínum, Páli Hauki Björnssyni, sem reykir, drekkur bjór og er klæddur sundskýlu á meðan hann situr fyrir.

Hinn hluti verksins er myndbandsinnsetning í fimm hlutum sem Ragnar vann að með Davíð Þór Jónssyni tónlistarmanni í Klettafjöllunum í Kanada. Þar leika þeir óræða sveitatónlist í ægifögru landslaginu.Í Lesbók Morgunblaðsins er rætt við Ragnar um verkið í Feneyjum, myndlist hans og önnur verkefni sem framundan eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar