Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hélt einleikstónleika á Listahátíð fyrir skömmu. Einhvern daginn eftir tónleikana sat hann á Café París, slakaði á og ræddi nýútkominn geisladisk sinn við vini, þegar hópur fólks vatt sér að honum og forsprakkinn spurði: „Hmmm... ert þú ekki Víkingur Heiðar? Megum við fá mynd af okkur með þér?“
Undrandi spurði píanóleikarinn hvort fólkið væri ekki að grínast. Svo var ekki, og með auðmýkt listamannsins brosti hann sínu breiðasta með íslenskum aðdáendum meðan smellt var af.