Boyle fær hundruð milljóna

Skoska söngkonan Susan Boyle.
Skoska söngkonan Susan Boyle. Reuters

Skoska söng­kon­an Sus­an Boyle er ekki á flæðiskeri stödd þótt hún hafi tapað í úr­slit­um hæfi­leika­keppn­inn­ar Britain's got talent í gær­kvöldi. Bresk­ir fjöl­miðlar segja að hún fái allt að átta millj­ón­ir punda, sem sam­svar­ar 1,6 millj­örðum króna, á einu ári fyr­ir út­gáfu­samn­ing, ævim­inn­inga­bók og jafn­vel kvik­mynd.

Sus­an Boyle hyggst hefja æf­ing­ar á næstu dög­um vegna fyr­ir­hugaðrar út­gáfu á lög­um henn­ar og fer til Prag í júní til að taka upp lög með sin­fón­íu­hljóm­sveit Tékk­lands, að sögn breskra fjöl­miðla í dag.

Sus­an Boyle tapaði fyr­ir dans­hópn­um Di­versity í úr­slit­um  Britain's got talent. Talið er að 20 millj­ón­ir manna hafi fylgst með úr­slit­un­um í beinni út­send­ingu ITV sjón­varps­stöðvar­inn­ar en áhorf­end­ur greiddu at­kvæði um kepp­end­urna.

Boyle sagði þegar úr­slit­in lágu fyr­ir að þeir bestu hefðu unnið og hún óskaði þeim alls hins besta.  Úrslit­in komu hins veg­ar veru­lega á óvart, ekki síst fé­lög­un­um 10 frá Norður-Lund­ún­um, sem skipa dans­hóp­inn. Um er að ræða þrenna bræður á aldr­in­um 12 til 25 ára og fé­laga þeirra en þeir stofnuðu dans­hóp­inn árið 2007. 

Boyle, sem er 48 ára og seg­ist aldrei hafa verið kysst, söng á ný lagið I Drea­med A Dream úr söng­leikn­um Ves­al­ing­un­um en það var lagið sem gerði hana heims­fræga í undan­keppn­inni fyr­ir mánuði. Talið er að 100 millj­ón­ir manna hafi horft á mynd­skeið af söng Boyle á vefn­um YouTu­be.

Sus­an Boyle virt­ist salla­ró­leg þegar hún söng í úr­slit­un­um í beinni sjón­varps­út­send­ingu en áætlað var að 20 millj­ón­ir Breta myndu horfa á þátt­inn í kvöld. Áhorf­end­ur í saln­um fögnuðu gríðarlega þegar Boyle hafði lokið söng sín­um.

Piers Morg­an, einn dóm­ar­anna þriggja í þætt­in­um, sagði að frammistaða Boyle væri sú besta sem hann hefði séð í Britain's Got Talent.  „Þú ætt­ir að vinna keppn­ina, ég var stór­hrif­inn."

Sig­ur­veg­ar­arn­ir voru hins veg­ar götu­dans­hóp­ur­inn Di­versity. Hann fékk að laun­um  100 þúsund pund, jafn­v­irði 20 millj­óna, og mun koma fram á kon­ung­legu jóla­skemmt­un­inni í vet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son