Susan Boyle á sjúkrahús

Susan Boyle.
Susan Boyle. Reuters

Skoska söngkonan Susan Boyle hefur verið flutt á einkasjúkrahús í Lundúnum vegna ofþreytu en hún lenti í öðru sæti í úrslitum hæfileikakeppninnar Britain's got talent á laugardagskvöld. Hún var flutt frá hóteli sínu í borginni i sjúkrabíl. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fyrr í gær var greint frá því að hún myndi taka sér nokkurra daga frí að læknisráði vegna andlegrar og líkamlegrar þreytu. Lundúnalögreglan staðfesti í morgun, að kona hefði verið flutt með sjúkrabíl á hjúkrunarheimili í gær eftir að lögreglumenn höfðu lagt mat á ástand hennar í samræmi við breska löggjöf um geðheilbrigði.

Sky fréttastofan segir, að framleiðendur sjónvarpsþáttarins hafi kallað lögreglu til eftir að Boyle fór að haga sér einkennilega á hóteli sínu í gær.  

Þá hermdu fréttir, að þótt Boyle hefði virst taka ósigrinum í þættinum vel hefði hún  fengið reiðikast baksviðs síðar um kvöldið. 

Talið er að 18 milljónir manna hafi fylgst með úrslitunum hæfileikakeppninnar í beinni útsendingu ITV sjónvarpsstöðvarinnar á laugardagskvöld en áhorfendur greiddu atkvæði um keppendurna. Öllum á óvörum sigraði götudanshópurinn Diversity en Boyle varð í 2. sæti.  

Hún söng á ný lagið I Dreamed A Dream úr söngleiknum Vesalingunum en það var lagið sem gerði hana heimsfræga í undankeppninni fyrir mánuði. Talið er að 100 milljónir manna hafi horft á myndskeið af söng Boyle á vefnum YouTube.

Til stóð að Boyle hæfi æfingar á næstu dögum vegna fyrirhugaðrar útgáfu á lögum hennar. Þá stendur til að hún fari til Prag í júní til að taka upp lög með sinfóníuhljómsveit Tékklands.

Stuðningsmenn Boyle komu saman í Blackburn á Skotlandi, heimabæ hennar, …
Stuðningsmenn Boyle komu saman í Blackburn á Skotlandi, heimabæ hennar, þegar úrslit hæfileikakeppninnar fóru fram á laugardag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir