Atvikið á MTV sviðsett

Sacha Baron Cohen, í g-streng, lendir þarna á rapparanum knáa, …
Sacha Baron Cohen, í g-streng, lendir þarna á rapparanum knáa, Eminem. Reuter

Atvikið á verðlaunahátíð MTV á sunnudag þegar Sascha Baron Cohen lenti með rassinn í andliti Eminem gæti hafa verið sett á svið. Eminem rauk í framhaldinu í burtu.

Samkvæmt heimildum Hollywood Insider var Eminem fullkomlega meðvitaður um hvað var í bígerð og samþykkti að taka þátt í atriðinu sem leit út fyrir að vera hrekkur. Cohen var í gervi sínu sem hinn samkynhneigði Bruno og var með englavængi og í g-streng. Hann sveif í vír niður til áhorfenda og lenti með hálfberan rassinn í andliti rapparans sem virtist verða æfareiður. Cohen sagði síðan: „Eminem, gaman að hitta þig.“ Eminem heyrðist blóta og segja: „Ertu ekki að grínast í mér?“ Hann æddi síðan í burtu með lífvörðum sínum.

Grínhöfundurinn Scott Aukerman sem segist hafa samið mikið af efni hátíðarinnar fullyrðir nú að atriðið hafi verið sett á svið og að rapparinn og leikarinn hafi æft það fyrir fram.

„Já, Bruno/Eminem atvikið var sett á svið,“ skrifar hann. „Þar sem allir eru að tala um þetta, þá skulum við bara koma því frá. Þeir æfðu þetta á undan á nákvæmlega sama hátt.“

Dagblaðið The Sun staðhæfir að Paris Hilton hafi upphaflega átt að vera fórnarlamb Brunos en að hún hafi neitað að taka þátt í þessu. Á það að hafa verið framleiðandinn Mark Burnett sem kom að máli við hana og er hún víst afar ánægð með að hafa hafnað boðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir