J.D. Salinger höfðar mál

J.D. Salinger.
J.D. Salinger.

Bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger hefur höfðað mál til að koma í veg fyrir útgáfu bókar sem er auglýst sem framhald hinnar sígildu sögu The Catcher in the Rye (Bjargvætturinn í grasinu).

Lögmenn Salinger, sem er níræður, segja að útgáfa bókarinnar sé ekkert annað en peningaplokk. Málið var höfðað í New York.

Í bókinni, sem kallast 60 Years Later: Coming Through the Rye, fjallar um mann sem er svipaður Holden Caulfield, sem er aðalpersóna bókar Salingers. Hann heldur því fram að hann einn megi nota persónuna.

Þá hefur Salinger ekki gefið leyfi fyrir því að láta kvikmynda skáldsöguna, að því er segir á fréttavef BBC.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salinger höfðar mál til að vernda höfundarréttinn. Hann hefur hins vegar aldrei sjálfur verið viðstaddur í dómssal.

Höfundur framhaldssögunnar kallar sig John David California. Hann neitaði að gefa upp sitt rétta nafn þegar AP-fréttastofan hafði samband við hann.

Rithöfundurinn, sem býr í Svíþjóð, segir að málsóknin sé „örlítið klikkuð“. „Í mínum huga fjallar þetta um gamlan mann. Þetta er ástarsaga, saga um rithöfund og persónu hans,“ segir hann.

„Ég ætlaði ekki að valda honum neinum vandræðum,“ bætti hann við og vísaði til Salinger, sem hefur farið fram á sér verði greiddar skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka