Gengið úr skugga

Leaves á meðal laufa. Frá vinstri: Hallur Hallsson, Nói Steinn …
Leaves á meðal laufa. Frá vinstri: Hallur Hallsson, Nói Steinn Einarsson, Andri Ásgrímsson, Arnar Guðjónsson. mbl.is/Bjarni Gríms

„Ég efaðist aldrei um að hún kæmi ekki á end­an­um út... þó að sum­ir væru, kannski skilj­an­lega, orðnir tví­stíg­andi.“

Svo mæl­ir nafni blaðamanns, Arn­ar Guðjóns­son, höfuðlaga­smiður Lea­ves, en langþráð þriðja plata sveit­ar­inn­ar, We Are Shadows, kom út í síðustu viku. Al­menn ánægja er með grip­inn og gagn­rýn­end­ur í hæstu hæðum. Rýn­ir þessa blaðs hrós­ar henni t.a.m. í há­stert og kall­ar hana m.a. „árlistakandí­dat“.

Smátil­finn­inga­rúss­íbani

The Ang­ela Test

„Ætli ég sé ekki það sem kallað er full­komn­un­ar­sinni,“ seg­ir Arn­ar með hálf­brosi. „Ég sleppi ekki tök­un­um á hlut­un­um fyrr en ég er ánægður. Mér finnst það al­gert grund­vall­ar­atriði, sértu að búa til tónlist, að þú sért sjálf­ur ánægður ef þú ætl­ar að gera kröf­ur um að aðrir séu það líka. Ann­ars var þetta mjög lær­dóms­ríkt ferli, en við tók­um þetta allt sam­an upp í eig­in hljóðveri. Næsta plata verður efa­laust unn­in hraðar. Það kom al­veg tími þar sem við hitt­umst ekki í marga mánuði, og vissu­lega var eitt­hvað tek­ist á, en hljóm­sveit­in var þó aldrei kom­in að því að liðast í sund­ur.“

Á tán­um

„Við tók­um viss lög upp í alls kon­ar út­gáf­um, reynd­um að kreista allt mögu­legt úr þeim, en flest enduðu þau eins og þau voru upp­runa­lega. Á tíma­bili var þetta orðið hálf­gert ambient-proggrokk, kafla­skipti og skrítn­ir takt­ar og við hóf­um að ein­falda lög­in. Leif­ar af þessu má þó heyra í ákveðnum lög­um og á viss­an hátt spann­ar plat­an dá­lítið fer­il­inn og brú­ar tvær þær síðustu, þ.e. ein­fald­leik­ann á Bre­athe og þyngri pæl­ing­arn­ar á Ang­ela Test.“

Fyrri plöt­ur Lea­ves voru gefn­ar út hjá stór­um út­gáf­um er­lend­is en þessa gefa meðlim­ir sjálf­ir út. Kimi Records sér um dreif­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir