Gengið úr skugga

Leaves á meðal laufa. Frá vinstri: Hallur Hallsson, Nói Steinn …
Leaves á meðal laufa. Frá vinstri: Hallur Hallsson, Nói Steinn Einarsson, Andri Ásgrímsson, Arnar Guðjónsson. mbl.is/Bjarni Gríms

„Ég efaðist aldrei um að hún kæmi ekki á endanum út... þó að sumir væru, kannski skiljanlega, orðnir tvístígandi.“

Svo mælir nafni blaðamanns, Arnar Guðjónsson, höfuðlagasmiður Leaves, en langþráð þriðja plata sveitarinnar, We Are Shadows, kom út í síðustu viku. Almenn ánægja er með gripinn og gagnrýnendur í hæstu hæðum. Rýnir þessa blaðs hrósar henni t.a.m. í hástert og kallar hana m.a. „árlistakandídat“.

Smátilfinningarússíbani

En biðin var löng og ströng, svo sannarlega. Eftir að önnur plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út árið 2005 hófust Leavesliðar fljótlega handa við að vinna nýtt efni en ýmislegt hamlaði skjótri útgáfu; einn meðlima hætti, áhöld voru um stefnu og stíl og farið var í smátilfinningarússibana eins og alvöru rokksveitum sæmir. Arnar stóð þó allan tímann í brúnni, pollrólegur, sannfærður um að á endanum hefðist þetta.

„Ætli ég sé ekki það sem kallað er fullkomnunarsinni,“ segir Arnar með hálfbrosi. „Ég sleppi ekki tökunum á hlutunum fyrr en ég er ánægður. Mér finnst það algert grundvallaratriði, sértu að búa til tónlist, að þú sért sjálfur ánægður ef þú ætlar að gera kröfur um að aðrir séu það líka. Annars var þetta mjög lærdómsríkt ferli, en við tókum þetta allt saman upp í eigin hljóðveri. Næsta plata verður efalaust unnin hraðar. Það kom alveg tími þar sem við hittumst ekki í marga mánuði, og vissulega var eitthvað tekist á, en hljómsveitin var þó aldrei komin að því að liðast í sundur.“

Á tánum

Arnar lýsir því að sveitin hafi þurft að laga sig að brotthvarfi nafna síns Ólafssonar á sínum tíma. Tónlistin hafi við það orðið nokkuð flókin og það hafi endað með því að þeirri þróun var snúið við.

„Við tókum viss lög upp í alls konar útgáfum, reyndum að kreista allt mögulegt úr þeim, en flest enduðu þau eins og þau voru upprunalega. Á tímabili var þetta orðið hálfgert ambient-proggrokk, kaflaskipti og skrítnir taktar og við hófum að einfalda lögin. Leifar af þessu má þó heyra í ákveðnum lögum og á vissan hátt spannar platan dálítið ferilinn og brúar tvær þær síðustu, þ.e. einfaldleikann á Breathe og þyngri pælingarnar á Angela Test.“

Fyrri plötur Leaves voru gefnar út hjá stórum útgáfum erlendis en þessa gefa meðlimir sjálfir út. Kimi Records sér um dreifingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir