Gibson froðufellandi og frávita

Mel Gibson.
Mel Gibson. Reuters

Mel Gibson er tæpur á tauginni um þessar mundir enda nýskilinn við eiginkonu sína og genginn í faðm kornungrar rússneskrar söngkonu. Sem væri svosem ekki í frásögur færandi ef slíkar æfingar stönguðust ekki svo herfilega á við strangtrúað líferni Gibsons en hann er kaþólikki og rekur meira að segja eigin kirkju í Kaliforníu sem kallast The Holy Family Chapel.

Það var einmitt þar, nýliðinn sunnudag, sem Gibson missti það algerlega; hann fór upp að altarinu og úthúðaði söfnuðinum fyrir að bera sín einkamál á torg. Gibson gekk um kirkjuna sem óður væri og lét eldi og brennisteini rigna yfir kirkjugesti, þar á meðal tvo presta og vísiterandi biskup. Hótaði hann m.a. að loka kirkjunni fyrir fullt og allt.

Heitmey Gibsons, Oksana Grigorieva, er nú ólétt að þeirra fyrsta barni en fyrir á hann sjö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Robyn. Þau höfðu verið gift í 28 ár og Gibson oft dreginn fram sem dæmi um að hjónaband í Hollywood gæti gengið upp. Annað hefur nú heldur betur komið í ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir