Konur á frönsku

Skáldsagan Konur eftir Steinar Braga verður gefin út á frönsku og er verið að þýða hana þessa dagana. Þetta er fyrsta bókin eftir Steinar Braga sem þýdd er á annað tungumál, en bókin kom út í fyrra. Það var franska forlagið Métailié sem keypti útgáfuréttinn, en það gefur m.a. út bækur Arnalds Indriðasonar.

Atli Bollason, kynningarstjóri hjá Forlaginu, segir Métailié afar stórt forlag. Íslenskar bókmenntir hafi gengið ágætlega á Norðurlöndum og í Þýskalandi en sæki sífellt meir í sig veðrið sunnar í álfunni, á Spáni og í Frakklandi.

Hugrakkir Frakkar

„Hún er svolítið óhugguleg, hún er næstum því nútímahrollvekja,“ segir Atli, beðinn um að lýsa Konum. Því hafi hinir frönsku útgefendur þurft dálítið hugrekki til að gefa hana út og sjálfsagt verði auðsóttara í framtíðinni að selja Frökkum útgáfuréttinn að bókum Steinars Braga. „Hún gekk svakalega vel hérna og það er náttúrulega það sem þeir horfa til.“ helgisnaer@mbl.is 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir