„Bretar hata ykkur ekki“

Búsáhaldabyltingin á Austurvelli í vetur.
Búsáhaldabyltingin á Austurvelli í vetur. mbl.is/Golli

Bresku kvikmyndagerðarkonunni Heather Millard brá heldur betur í brún í október síðastliðnum þegar hún las í dagblöðum hvernig íslensku bankarnir hefðu hrunið og hvernig Íslendingar væru þannig að stela peningum frá þeim löndum hennar sem höfðu sett peninga sína inn á Icesave-reikninga. Hún segir þrjá mánuði hafa liðið áður en hún rak augun í jákvæða grein um Ísland. Sú var í The Guardian og fjallaði um hvernig margir Íslendingar tækju bankahruninu á yfirvegaðan og bjartsýnan hátt. Myndin verður sýnd í breskum kvikmyndahúsum í byrjun næsta árs og verður líklegast seld til sjónvarpsstöðva í Nýja-Sjálandi, Hollandi og Skandinavíu.

„Myndin fjallar um eftirmál bankahrunsins en fókusinn er ekki á hvað hafi farið úrskeiðis heldur á framtíðina og hvernig ástandið hefur þvingað Íslendinga til þess að endurbyggja líf sitt og lífsstíl,“ útskýrir Heather.

Rödd almennings

„Við erum líka að fjalla um sprotafyrirtæki. Nýjar leiðir sem fólk er að uppgötva til þess að gera efnahaginn óháðari innflutningi. Við sýnum líka fram á hvernig hrunið hefur aukið áhuga fólks á andlegum málefnum. Fólk sem var kannski undir miklu álagi í vinnu sinni leitar núna í andlega þætti til þess að finna sína innri orku frekar en ytri.“

Í myndinni verða sýndar sjónvarpsupptökur héðan til þess að útskýra hvað gerðist og hvernig fólk brást við í fyrstu. „Meginþorri manna á Íslandi vill að heimurinn viti að hrunið hafi ekki verið þeim að kenna. Við reynum að gera okkar besta til þess að koma sjónarmiðum almennings í landinu til skila.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar