David Carradine látinn

David Carradine var staddur í Taílandi við upptökur á nýrri …
David Carradine var staddur í Taílandi við upptökur á nýrri kvikmynd þegar hann lést. Reuters

Bandaríski leikarinn David Carradine, sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Kill Bill og þáttunum Kung Fu, fannst látinn á hótelherbergi sínum í Bangkok á Taílandi.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að Carradine, sem var 72ja ára, hafi verið við upptökur á kvikmyndinni Stretch. Þetta segir umboðsmaðurinn Chuck Binder.

Hann segist jafnframt vera miður sín vegna fréttanna.

Dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Carradine var hluti af stórri leikarafjölskyldu, en faðir hans, John Carradine, var leikari sem og bræður hans Bruce, Keith og Robert.

Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Kwai Chang Caine í þáttunum Kung Fu á áttunda áratugnum.

Kvikmyndaferillinn spannar yfir 100 kvikmyndir, en hann sló í gegn á nýjan leik þegar hann lék í Kill Bill, sem Quentin Tarantino leikstýrði árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar