Grunur leikur á að kynlífsathöfn hafi dregið Carradine til dauða

Grunur leikur á að bandaríski leikarinn David Carradine hafi látist við kynlífsathafnir. Þetta segir lögreglan í Taílandi. Leikarinn fannst látinn í hótelherbergi í Bangkok.

Lögreglan segir að Carradine, sem var 72ja ára, hafi verið með reipi um hálsinn á sér og annað reipi hafi svo verið bundið um kynfæri hans. Reipin tvö voru svo bundin saman. Þerna fann leikarann hangandi inni í skáp.

Lögreglan segir að það liggi ekki fyrir hvort um slys eða sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Carradine skaust á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum þegar hann lék í sjónvarpsþáttunum Kung Fu. Þá lék hann einnig í Kill Bill myndunum, sem Quentin Tarantino leikstýrði. Hann var að leika í kvikmynd í Taílandi þegar hann lést.

Skv. bráðabirgðaniðurstöðum krufningar lést leikarinn af völdum súrefnisskorts. Ekkert hafi bent til þess að átök hafi átt sér stað, segir AFP-fréttastofan.

David Carradine.
David Carradine. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson