Grunur leikur á að kynlífsathöfn hafi dregið Carradine til dauða

Grunur leikur á að bandaríski leikarinn David Carradine hafi látist við kynlífsathafnir. Þetta segir lögreglan í Taílandi. Leikarinn fannst látinn í hótelherbergi í Bangkok.

Lögreglan segir að Carradine, sem var 72ja ára, hafi verið með reipi um hálsinn á sér og annað reipi hafi svo verið bundið um kynfæri hans. Reipin tvö voru svo bundin saman. Þerna fann leikarann hangandi inni í skáp.

Lögreglan segir að það liggi ekki fyrir hvort um slys eða sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Carradine skaust á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum þegar hann lék í sjónvarpsþáttunum Kung Fu. Þá lék hann einnig í Kill Bill myndunum, sem Quentin Tarantino leikstýrði. Hann var að leika í kvikmynd í Taílandi þegar hann lést.

Skv. bráðabirgðaniðurstöðum krufningar lést leikarinn af völdum súrefnisskorts. Ekkert hafi bent til þess að átök hafi átt sér stað, segir AFP-fréttastofan.

David Carradine.
David Carradine. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup