Flestir vilja Aniston

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AP

Leikkonan Jennifer Aniston mun vera sú stjarna sem flestir Bandaríkjamenn myndu treysta hvað best fyrir gæludýrinu sínu. Það kom í ljós þegar starfsmenn vefsíðunnar PawNation.com spurðu notendur sína hvaða stórstjarna yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að finna pössun fyrir hundinn sinn, páfagaukinn eða köttinn.

Aniston vann yfirburðasigur í könnuninni en rúmlega 70% aðspurðra myndu helst vilja geyma gæludýrið sitt í umsjá Aniston ef þeir þyrftu að bregða sér af bæ. Þó fengu Pamela Anderson, Nicole Richie og Mickey Rourke einnig nokkur atkvæði.

Sjálf á Aniston hund af tegundinni corgi-terrier og er hann henni afar kær. Svo kær að hún ku eyða reglulega um 30 þúsund krónum í nudd handa snata.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka