Örvæntingarfull Lohan

Samantha Ronson og Lindsay Lohan.
Samantha Ronson og Lindsay Lohan.

Hasarinn er aftur byrjaður á milli Lindsay Lohan og Samönthu Ronson. Lohan elti fyrrverandi unnustu sína á milli klúbba í London á miðvikudaginn og reyndi mjög örvæntingarfull að tala við hana um framtíð þeirra saman.

Ballið byrjaði á Bloomsbury Ballroom þar sem Samantha var með útgefandanum sínum að horfa á tónlistarmann. Þegar Lohan mætti á staðinn tóku þau leigubíl á annan klúbb, Bungalow 8. Þau höfðu verið þar skemur en tuttugu mínútur þegar Lohan hringdi í Ronson og sagðist vera á leiðinni til að fá sér drykk með þeim. Þá kölluðu þau aftur á leigubíl og Ronson fór heim á hótelið sitt. Stuttu síðar mætti Lohan þangað og var að lokum hleypt inn í herbergi Ronson um miðja nótt.

Heimildarmaður sagði Daily Mirror að ekkert gæti haldið Lohan í burtu frá Ronson. Þær eyddu nokkrum klukkustundum saman á herberginu, Lohan yfirgaf það síðan með bros á vör og virtist hafa notið tímans með Ronson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar