Ævisaga níu ára stúlku

Rubina Ali á Óskarsverðlaunahátíðinni
Rubina Ali á Óskarsverðlaunahátíðinni Reuters

Ein af stjörnunum úr Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire mun bráðlega senda frá sér ævisögu.

Það er hin níu ára gamla Rubina Ali sem ætlar að gefa heimsbyggðinni innsýn í fyrstu ár ævi sinnar. Líklega hefur hún frá mörgu að segja því Ali bjó í fátækrahverfi á Indlandi þegar hún var valin í hlutverkið í Slumdog Millionaire.

Í bókinni, sem Transworld mun gefa út í Bretlandi, verður sagt frá uppvaxtarárum Ali í mikilli fátækt og hvernig hún varð skyndilega alþjóðleg stjarna.

Ali var nýlega í Hong Kong þar sem hún kom fram í góðgerðarsjónvarpsþætti ásamt tveimur öðrum indverskum börnum sem léku í Slumdog Millionaire.

Aðstandendur myndarinnar hafa stofnað sjóð til að styrkja menntun Ali og annarra barna sem komu fram í myndinni og hafa lofað að aðstoða við að byggja upp fátækrahverfið sem börnin koma úr.

Ævisaga Ali á að koma út í júlí og skiptast sölutekjur á milli hinnar níu ára kvikmyndaleikkonu og góðgerðarsjóðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir