Háskóli unga fólksins var settur í Háskóla Íslands í morgun. Þetta er árviss viðburður og í hófst hann á því að menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir kenndi námskeið um íslenska dægurlagatexta.
Í fréttatilkynningu frá Hí segir að Háskóli unga fólksins hafi aldrei notið meiri vinsælda en nú, á fjórða hundrað nemar eru skráðir (á aldrinum 12 til 16 ára).